Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna 24. apríl 2009 05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira