Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi.
Kristján féll úr leik í síðustu beygju fyrir endarmarkið í gær þegar ekið var aftan á hann. Þá var hann í þriðja sæti í sínum flokki. í dag lenti hann aftur í vandræðum þegar ekið var aftan á hann í upphafi mótsins og afturvængur brotnaði. Hann fór inn á þjónususvæðið og lét lagfæra bílinn og lauk keppni í fimmtánda sæti.
