Viðskipti erlent

Hlutabréf snarféllu á Wall Street

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Wall Street.
Wall Street.

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 3,4 prósent í gær og hefur ekki verið lægri í tæplega 12 ár. NASDAQ-vísitalan féll einnig og nam lækkun hennar 3,7 prósentum.

Fjárfestar eru sagðir óttast að nýjustu björgunaraðgerðir stjórnarinnar muni ekki hrökkva til að snúa efnahagslífinu í gang og bjarga bandarísku samfélagi frá hruni. Einn viðmælandi CNN sagði svokallaða hræðslusölu hlutabréfa standa yfir, og engin leið væri að sjá hvenær botninum yrði náð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×