Sótti verðlaunin á Formúlu 1 bíl 3. júní 2009 08:40 Sebastian Vettel ók um ítölsk stræti til að sækja verðlaun sín fyrir góða frammistöðu ó Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Sebastian Vettel hjá Red Bull fékk ítölsku Bandini verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann ók Formúlu 1 bíl Torro Rosso frá keppnisliðinu í Faenza til ítalska þorpsins Brisghella til að sækja verðlaun sín. Ferðalag Vettels um ítalskar götur og vegi var 12 km og í lögreglufylgd, en engu að síður var leiðin opinn almennri umferð. Bandini verðlaunin er veitt til minningar um Lorenzo Bandini sem fórst í Mónakó kappakstrinum 1967. Bandini var frá Brisghella og meðal annarra ökumanna sem hafa fengið verðlaunin eru Felipe Massa, Mark Webber, Kimi Raikkönen, Michael Schumacher og Robert Kubica. Vettel vann fyrsta sigur Torro Rosso í Monza kappakstrinum á Ítalíu í fyrra, en hann ekur nú hjá syssturliðinu Red Bull. Torro Rosso er ítölsk þýðing á Red Bull. Vettel keppir í Istanbúl íi Tyrklandi um næstu helgi, en fjallað verður um ferðalag hans í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull fékk ítölsku Bandini verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann ók Formúlu 1 bíl Torro Rosso frá keppnisliðinu í Faenza til ítalska þorpsins Brisghella til að sækja verðlaun sín. Ferðalag Vettels um ítalskar götur og vegi var 12 km og í lögreglufylgd, en engu að síður var leiðin opinn almennri umferð. Bandini verðlaunin er veitt til minningar um Lorenzo Bandini sem fórst í Mónakó kappakstrinum 1967. Bandini var frá Brisghella og meðal annarra ökumanna sem hafa fengið verðlaunin eru Felipe Massa, Mark Webber, Kimi Raikkönen, Michael Schumacher og Robert Kubica. Vettel vann fyrsta sigur Torro Rosso í Monza kappakstrinum á Ítalíu í fyrra, en hann ekur nú hjá syssturliðinu Red Bull. Torro Rosso er ítölsk þýðing á Red Bull. Vettel keppir í Istanbúl íi Tyrklandi um næstu helgi, en fjallað verður um ferðalag hans í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00.
Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira