Viðskipti erlent

Dýrasta listasafn í einkaeigu selt

Yves Saint Laurent lést úr krabbameini á síðasta ári og hluti ágóðans mun renna til franskrar stofnunnar sem rannsakar eyðni.
Yves Saint Laurent lést úr krabbameini á síðasta ári og hluti ágóðans mun renna til franskrar stofnunnar sem rannsakar eyðni. MYND/AP

Uppboð á listaverkum sem voru í eigu tískuhönnuðarins Yves Saint Laurent sem lést á síðasta ári sló öll met. Aldrei hefur listasafn í einkaeigu verið selt fyrir viðlíka upphæð.

Uppboðið var haldið á vegum uppboðshússins Christies í samstarfi við sambýlismann Saint Laurents, Pierre Bergés. Uppboðið stóð í þrjá daga og hagnaðurinn var tæpar 333 milljónir sterlingspunda eða rúma 53 milljarða kr..

Meðal annars voru boðin upp verk helstu impressionistanna, nútímalist og silfurmunir. Málverk eftir Matisse seldist á yfir fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna.

Yves Saint Laurent lést úr krabbameini á síðasta ári og hluti ágóðans mun renna til franskrar stofnunnar sem rannsakar eyðni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×