Opel hugsanlega í kanadíska eigu 29. maí 2009 20:30 Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð. Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð.
Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49
Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30