Kannanir samhljóma um meginlínurnar 25. apríl 2009 05:00 Lítill munur er á síðustu skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Capacent Gallup sem birtar voru í gær. Helsti munurinn er sá að Fréttablaðið spáir Samfylkingu 21 þingmanni, en Capacent Gallup gerir ráð fyrir 20 þingmönnum. Þá gerir Capacent Gallup ráð fyrir 17 þingmönnum Vinstri grænna, en Fréttablaðið spáir 16. Báðum ber saman um að Sjálfstæðisflokkurinn fái 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn sjö og Borgarahreyfingin fjóra. Ef kannanir þessa tveggja aðila fyrir síðustu kosningar eru skoðaðar kemur í ljós að Capacent Gallup var nær úrslitum kosninganna 2007 en könnun Fréttablaðsins. Sérstaklega ofmat Fréttablaðið, meira en Gallup, stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þá vanmat Fréttablaðið meira en Gallup stöðu Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á aðferðafræði Fréttablaðsins, síðan þá sem miða að því að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Bæði Fréttablaðið og Capacent vanmátu stöðu Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins og Samfylkingar. Könnun Capacent Gallup sýndi að úrslit allra þriggja flokkanna yrðu um prósentustigi undir því sem varð í kosningunum. Fréttablaðið var hins vegar um tveimur prósentustigum frá úrslitum kosninga, utan Framsóknarflokks sem var vanmetið um 2,6 prósentustig.. Báðir aðilar ofmátu hins vegar Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. Fréttablaðið ofmat stöðu Sjálfstæðisflokksins um tæp sex prósentustig en eins og fyrr segir hafa verið gerðar breytingar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Fréttablaðið ofmat Vinstri græn um tæp tvö prósentustig. Capacent Gallup ofmat Sjálfstæðisflokkinn um 2,3 prósentustig og Vinstri græn um tæp tvö prósentustig. Miðað við hve margir fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins segjast nú ætla að skila auðu eða ekki mæta á kjörstað getur þó verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ofmetinn að þessu sinni. svanborg@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Lítill munur er á síðustu skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Capacent Gallup sem birtar voru í gær. Helsti munurinn er sá að Fréttablaðið spáir Samfylkingu 21 þingmanni, en Capacent Gallup gerir ráð fyrir 20 þingmönnum. Þá gerir Capacent Gallup ráð fyrir 17 þingmönnum Vinstri grænna, en Fréttablaðið spáir 16. Báðum ber saman um að Sjálfstæðisflokkurinn fái 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn sjö og Borgarahreyfingin fjóra. Ef kannanir þessa tveggja aðila fyrir síðustu kosningar eru skoðaðar kemur í ljós að Capacent Gallup var nær úrslitum kosninganna 2007 en könnun Fréttablaðsins. Sérstaklega ofmat Fréttablaðið, meira en Gallup, stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þá vanmat Fréttablaðið meira en Gallup stöðu Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á aðferðafræði Fréttablaðsins, síðan þá sem miða að því að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Bæði Fréttablaðið og Capacent vanmátu stöðu Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins og Samfylkingar. Könnun Capacent Gallup sýndi að úrslit allra þriggja flokkanna yrðu um prósentustigi undir því sem varð í kosningunum. Fréttablaðið var hins vegar um tveimur prósentustigum frá úrslitum kosninga, utan Framsóknarflokks sem var vanmetið um 2,6 prósentustig.. Báðir aðilar ofmátu hins vegar Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. Fréttablaðið ofmat stöðu Sjálfstæðisflokksins um tæp sex prósentustig en eins og fyrr segir hafa verið gerðar breytingar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Fréttablaðið ofmat Vinstri græn um tæp tvö prósentustig. Capacent Gallup ofmat Sjálfstæðisflokkinn um 2,3 prósentustig og Vinstri græn um tæp tvö prósentustig. Miðað við hve margir fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins segjast nú ætla að skila auðu eða ekki mæta á kjörstað getur þó verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ofmetinn að þessu sinni. svanborg@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira