Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,25 prósent, Össurar, sem fór niður um 1,13 prósent og Bakkavarar, sem lækkaði um 0,74 prósent.
Einungis gengi bréfa í Century Aluminum hækkaði í dag, eða um 1,02 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,07 prósent og endaði óbreytt í 215 stigum. Nýja vísitalan lækkaði um 0,29 prósent og endaði í 631 stigi.