Björgvin vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi 17. febrúar 2009 11:56 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu. Björgvin segir í yfirlýsingu sinni að góð sátt hafi náðst um að fara þessa leið á kjördæmisþingi flokksins en prófkjörið fer fram þann 7. mars næstkomandi. „Fyrir rúmlega tveimur árum fékk ég afgerandi stuðning í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í opnu prófkjöri," segir Björgvin. „Nú göngum við aftur til kosninga með skömmum fyrirvara. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í Suðurkjördæmi og gef kost á mér í 1. sæti á framboðslistans." Björgvin segir það áríðandi að bæði fólk og flokkar sæki sér endurnýjað umboð til kjósenda. „Því fagna ég því sérstaklega að Samfylkingin skuli velja þá nýstárlegu og lýðræðislegu leið að gefa öllum kjósendum í Suðurkjördæmi sem þess óska kost á að velja flokknum framboðslista þar sem tryggt er að bæði kynin eiga fulltrúa í efstu sætum." Björgin mun hafa opið hús til þess að kynna framboð sitt og helstu áherslumál á efri hæðinni í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi föstudag á milli kl. 17 og 19. „Hvet ég alla sem áhuga hafa á framboðinu og prófkjörinu að koma og hitta mig og mitt fólk að máli. Í næstu viku verður önnur slík samkoma á vegum framboðsins á Víkinni í Reykjanesbæ." Kosningar 2009 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu. Björgvin segir í yfirlýsingu sinni að góð sátt hafi náðst um að fara þessa leið á kjördæmisþingi flokksins en prófkjörið fer fram þann 7. mars næstkomandi. „Fyrir rúmlega tveimur árum fékk ég afgerandi stuðning í 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í opnu prófkjöri," segir Björgvin. „Nú göngum við aftur til kosninga með skömmum fyrirvara. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í Suðurkjördæmi og gef kost á mér í 1. sæti á framboðslistans." Björgvin segir það áríðandi að bæði fólk og flokkar sæki sér endurnýjað umboð til kjósenda. „Því fagna ég því sérstaklega að Samfylkingin skuli velja þá nýstárlegu og lýðræðislegu leið að gefa öllum kjósendum í Suðurkjördæmi sem þess óska kost á að velja flokknum framboðslista þar sem tryggt er að bæði kynin eiga fulltrúa í efstu sætum." Björgin mun hafa opið hús til þess að kynna framboð sitt og helstu áherslumál á efri hæðinni í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi föstudag á milli kl. 17 og 19. „Hvet ég alla sem áhuga hafa á framboðinu og prófkjörinu að koma og hitta mig og mitt fólk að máli. Í næstu viku verður önnur slík samkoma á vegum framboðsins á Víkinni í Reykjanesbæ."
Kosningar 2009 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira