Button mun ekki bogna né brotna 29. júní 2009 10:18 Jenson Button frá Bretlandi leiðir meistaramótið í Formúlu 1 á Brawn GP bíl. Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira