Stiglitz fundar með ráðherrum í dag 7. september 2009 06:30 Krónan hjálpað Ef gengi krónunnar hefði ekki gefið eftir hefði áfallið geta orðið enn meira segir Joseph Stiglitz. Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz mun hitta nokkra ráðherra úr ríkisstjórn Íslands seinni part dags í dag til að ræða um efnahagsástandið. Stiglitz er prófessor við Columbia-háskóla í New York og fékk Nóbelsverðlaun árið 2001. Hann gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum undir stjórn Clintons og hefur gefið út fjölda fræðirita. Hann mun halda fyrirlestur í Öskju í hádeginu í dag. Stiglitz hefur verið mjög gagnrýninn á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í gær sagði hann hins vegar að svo virtist sem sjóðurinn hefði lært af þeim mistökum sem hann gerði í Asíu og Argentínu. Mikilvægt er að halda stýrivöxtunum háum og halda gjaldeyrishöftunum áfram meðan krónan er jafn veik og raun ber vitni, sagði Stiglitz í Silfrinu. Hann segir það hafa komið sér vel fyrir Ísland að hafa krónuna á þessum erfiðu tímum. Lítil hagkerfi þurfi svigrúm, sérstaklega þegar stór áföll verða. Ef gengi krónunnar hefði ekki gefið eftir hefði ferðamannabransinn ekki gengið jafn vel og raunin hefur orðið, og atvinnuleysið orðið meira en ella. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að gerast ráðgjafi ríkisstjórnarinnar sagðist hann vissulega tilbúinn til að hjálpa eins og hann gæti.- kóp, bj Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz mun hitta nokkra ráðherra úr ríkisstjórn Íslands seinni part dags í dag til að ræða um efnahagsástandið. Stiglitz er prófessor við Columbia-háskóla í New York og fékk Nóbelsverðlaun árið 2001. Hann gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum undir stjórn Clintons og hefur gefið út fjölda fræðirita. Hann mun halda fyrirlestur í Öskju í hádeginu í dag. Stiglitz hefur verið mjög gagnrýninn á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í gær sagði hann hins vegar að svo virtist sem sjóðurinn hefði lært af þeim mistökum sem hann gerði í Asíu og Argentínu. Mikilvægt er að halda stýrivöxtunum háum og halda gjaldeyrishöftunum áfram meðan krónan er jafn veik og raun ber vitni, sagði Stiglitz í Silfrinu. Hann segir það hafa komið sér vel fyrir Ísland að hafa krónuna á þessum erfiðu tímum. Lítil hagkerfi þurfi svigrúm, sérstaklega þegar stór áföll verða. Ef gengi krónunnar hefði ekki gefið eftir hefði ferðamannabransinn ekki gengið jafn vel og raunin hefur orðið, og atvinnuleysið orðið meira en ella. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að gerast ráðgjafi ríkisstjórnarinnar sagðist hann vissulega tilbúinn til að hjálpa eins og hann gæti.- kóp, bj
Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira