Búast við sögulegum kosningum 25. apríl 2009 08:00 Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Stjórnmálafræðingar segja að spennandi verði að sjá hvort stjórnin nái meirihluta.. Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira