Kreppa stöðvar Grammy-fara 4. febrúar 2009 05:00 Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki viðstaddur Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles. „Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira