Kreppa stöðvar Grammy-fara 4. febrúar 2009 05:00 Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki viðstaddur Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles. „Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira