Titilslagur framundan í Singapúr 26. september 2009 07:12 Jenson Button hefur forystu í stigakeppni ökumanna og á marga aðdáendur eftir gott gengi á árinu. Mynd: Getty Images Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti