Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum þingmönnum í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis þrjá þingmenn í Reykjavík suður en tvo þingmenn í Reykjavík norður ef niðurstöður kosninganna yrðu eins og ný könnun Capacent Gallup sýnir. Frá þessu segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur á blogginu sínu.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut níu þingmenn samanlagt í Reykjavík í kosningunum 2007. Samkvæmt niðurstöðum Einars munu Vinstri grænir bæta við sig tveimur þingmönnum í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu og fá átta þingmenn kjörna í Reykjavík samanlagt. Samfylkingin mun bæta við sig einum kjördæmi í Reykjavíkurkjördæmi norður en tapa einum manni í Reykjavík suður og verður því með sama fjölda þingmanna í Reykjavík, eða alls átta. Þá mun Framsóknarflokkurinn fá einn mann kjörinn í Reykjavík en flokkurinn fékk engan mann þar kjörinn í síðustu kosningum.

Einar Mar hefur reiknað út að verði niðurstöðurnar á þennan hátt muni Framsóknarflokkurinn fá 8 þingmenn á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn 17, Samfylkingin 20 og Vinstri hreyfingin grænt framboð fengi 18.

Sjá vefsíðu Einars http://blog.eyjan.is/einarmar/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×