Innlent

Sigmundur hlakkar til að taka til starfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Ernir er nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/ GVA.
Sigmundur Ernir er nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/ GVA.
„Jú, ég er bara farinn að hlakka til að taka til starfa á nýjum vettvangi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson nýr þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu. „Það er búið að vera sérstakt að horfa á kosningasjónvarpiði mín megin. Ég hef yfirleitt verið fréttamanns megin," segir Sigmundur Ernir og bendir á að nú sé hann kominn í nýtt hlutverk. Sigmundur segist fyrst og fremst þakklátur öllu því fólki sem hafi lagt hönd á árar.

Sigmundur segist telja að Evrópusambandsumræðan hafi skilað flokknum þessum árangri. „Þessi kosning er sigur þess fólks sem vill skoða Evrópusambandsmöguleikana," segir Sigmundur Ernir. Hann bendir líka á mikilvægi þess að vera trúr sinni sannfæringu og vera heiðarlegur í sínum boðskap.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×