Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna 26. mars 2009 09:11 Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira