Massa varpaði fjölmiðlasprengju 15. október 2009 08:41 Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso í Brasilíu í fyrra. mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira