Flugókyrrð og flokkun hennar Siggi stormur skrifar 6. febrúar 2009 11:00 DC-3, Páll Sveinsson, á flugi yfir Reykjavík. Baldur Sveinsson Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á. Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á.
Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?