Flugókyrrð og flokkun hennar Siggi stormur skrifar 6. febrúar 2009 11:00 DC-3, Páll Sveinsson, á flugi yfir Reykjavík. Baldur Sveinsson Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á. Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á.
Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira