Forsætisráðherrann heiðrar Jenson Button 19. október 2009 09:08 Brawn liðið vann titil bílasmiða og ökumanna í Brasilíu í gær og fagnaði vel. mynd: kappakstur.is Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sendi Jenson Button kveðjur eftir að hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í gær. Bretar hafa átt 10 heimsmeistara og meir en 50.0000 manns starfa við akstursíþróttir í Bretlandi. Bernie Ecclestone hefur oft kvartað yfir því að ríkisstjórn Bretlands styðji ekki betur við bakið á Formúlu 1 þar í landi, en Brown sá í það minnst ástæðu til að senda meistaranum skeyti. "Ég sendi hlýjar kveðjur til Jenson Button sem vann titilinn á sömu braut og Lewis Hamilton tryggði titilinn í fyrra. Bretar eru stoltir af afreki Buttons og það að hann er tíundi meistari okkar. Frammistaða hans með hinu nýja Brawn liði hefur heillað Breta og áhugamenn um heim allan. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi Buttons á komandi vertíðum", sagði Brown. Minnstu munaði að Button yrði atvinnulaus þegar Honda liðið ákvað að hætta í Formúlu 1, en með harðfylgi tókst Ross Brawn að halda liðinu á floti. Keypti búnað liðsins og samdi við Mercedes um vélar. Button vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að titlinum sem hann tryggði sér í gær. Sjá allt um feril Buttons Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sendi Jenson Button kveðjur eftir að hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í gær. Bretar hafa átt 10 heimsmeistara og meir en 50.0000 manns starfa við akstursíþróttir í Bretlandi. Bernie Ecclestone hefur oft kvartað yfir því að ríkisstjórn Bretlands styðji ekki betur við bakið á Formúlu 1 þar í landi, en Brown sá í það minnst ástæðu til að senda meistaranum skeyti. "Ég sendi hlýjar kveðjur til Jenson Button sem vann titilinn á sömu braut og Lewis Hamilton tryggði titilinn í fyrra. Bretar eru stoltir af afreki Buttons og það að hann er tíundi meistari okkar. Frammistaða hans með hinu nýja Brawn liði hefur heillað Breta og áhugamenn um heim allan. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi Buttons á komandi vertíðum", sagði Brown. Minnstu munaði að Button yrði atvinnulaus þegar Honda liðið ákvað að hætta í Formúlu 1, en með harðfylgi tókst Ross Brawn að halda liðinu á floti. Keypti búnað liðsins og samdi við Mercedes um vélar. Button vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að titlinum sem hann tryggði sér í gær. Sjá allt um feril Buttons
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira