Kristján Þór í formanninn 22. mars 2009 16:47 Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00
Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent