Viðskipti erlent

2300 milljarða króna björgunarpakki

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að verja 100 milljörðum danskra króna til að styðja við fjármálakerfið þar. Frá þessu er greint á fréttavef Danska ríkisútvarpsins.

Gert er ráð fyrir að bankar og fjármálastofnanir fái lánað fjármagn frá ríkinu á 10% vöxtum að meðaltali. Vextirnir verði hins vegar ákveðnir í hverju tilfelli fyrir sig og muni endurspegla áhættuna sem felst í láninu. Þannig munu fjármálastofnanir sem eru í fjárhagsvandræðum þurfa að greiða hærri vexti en þær stofnanir sem ekki eru í vandræðum.

Gert er ráð fyrir að samhliða lánunum verði settar hömlur á þær launaupphæðir sem fyrirtækin geti greitt stjórnendum sínum.

Danska krónan kostar tæpar 23 krónur íslenskar. Þetta þýðir að björgunarpakkinn hljóði upp á tæpa 2300 milljarða íslenskra króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×