Massa hótar að hætta í Formúlu 1 8. júní 2009 10:16 Felipe Massa gengur af fundi hjá Formúu 1 keppnisliðum í Tyrklandi. mynd: getty images Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki. "Það er martröð að upplifa deilurnar á milli keppnisliða og FIA. Við erum á þeirri skoðun að það sem Max Mosley er að mælast til að verði gert muni breyta Formúlu 1 í eitthvað allt annað en okkar íþrótt, sem við höfum stundað", sagði Massa um málið. "Við viljum keppa í bestu kappakstursmótaröð sem völ er á. Það þýðir að við séum með öflugustu kappakstursbílanna, mestu tæknina og bestu ökumennina. Að Formúla 1 standi undir nafni. Ef menn ætla að hafa tvenns konar bíla og lið með breyttum reglum þá er illa fyrir okkur komið. Ég mun þá keppa í einhverri annari mótaröð og það sama segja aðrir ökumenn", sagði Massa. FIA fer í vikunni yfir umsóknir 20 keppnisliða sem vilja keppa í Formúlu 1 á næsta ári, en 10 þeirra eru frá liðum sem keppa í ár. Af þeim eru átt lið sem hafa mótmælt fyrirhuguðum reglubreytingum. Sáttafundur er boðaður eftir næstu helgi að sögn Ólafs Guðmundssonar sem ræddi málið á undan beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dómari á Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi um helgina Allt um Felipe Massa
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira