Red Bull stefnir á sigur 2009 9. febrúar 2009 10:25 Mark Webber og Sebastian Vettel svipta hulunni af nýja Red Bull bílnum. mynd: getty images Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira