Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð Gunnar Örn Jónsson skrifar 22. júlí 2009 20:29 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins." Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins."
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira