Sport

Tvö Íslandsmet á EM í sundi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hrafnhildur í lauginni.
Hrafnhildur í lauginni.

Þau Hrafnhildur Lúthersdóttir og Sindri Þór Jakobsson settu bæði Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug.

Hrafnhildur setti met í 100 metra bringusundi er hún synti á 1:08,34 mínútum. Sá tími var bæting á eigin meti um 12/100 úr sekúndu. Tíminn dugði Hrafnhildi þóe kki til þess að komast í undanúrslit. Hún hafnaði í 36. sæti.

Sindri setti Íslandsmet í 200 metra flugsundi er hann kom í mark á 1:57,21 mínútu. Sindri bætti eigið Íslandsmet um rúma sekúndu. Sindri komst ekki í úrslit og hafnaði í 22. sæti.

Inga Elín Cryer synti nálægt sínu besta í 400 metra skriðsundi og hafnaði 32. sæti. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson bætti eigin tíma í 100 metra baksundi og hafnaði í 46. sæti.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×