Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta 7. september 2009 06:30 páll valsson Páll er að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira