Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB 12. október 2009 14:21 Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Á vefsíðu LÍÚ segir að Inge Halstensen, formaður stjórnar samtaka norskra útvegsmanna, Fiskebåtredernes Forbund, sendi Evrópusambandinu tóninn í frétt á vef norska ríkisútvarpsins og segir sambandið „ótraustan samningsaðila." Halstensen vísar til makríldeilu milli Noregs og ESB og segir að þar sem ekki sé hægt að treysta gerðum samningum verði Norðmenn að grípa til þess að hindra aðgang ESB-skipa að norskum veiðisvæðum í Norðursjó og Barentshafi. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að þarlend stjórnvöld óttist að erfitt verði að hrinda þeirri ákvörðun Evrópusambandsins að vísa 30 norskum makrílveiðiskipum tafarlaust út af svæði undan Hjaltlandseyjum í fyrri viku, þar sem þau töldu sig stunda veiðar í trausti tvíhliða samkomulags ESB og Noregs. Halstensen segir að hefðu útvegsmenn haft minnsta grun um hvað væri í vændum hefði þeim verið í lófa lagið að veiða meira af makríl á meðan hann hélt sig í norskri lögsögu fremur en að elta hann inn í lögsögu ESB. Norskir útvegsmenn telja að þeir muni verða af aflaverðmæti sem svarar til 20 milljarða íslenskra króna standi ákvörðun ESB í málinu óhögguð. Samkvæmt umræddum tvíhliða samningi telja Norðmenn sér heimilt að veiða 153.000 tonn af makríl innan lögsögu Evrópusambandsins en ESB telur að þeim sé aðeins heimilt að veiða 53.000 tonn. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að frá því að Norðmönnum var skutlað út úr ESB lögsögunni þann 2. október s.l. hafi makrílafli norskra fiskiskipa aðeins numið tæpum 7.000 tonnum. Yfir 50 skip hafa verið á veiðunum en lítið fundið af makríl, samkvæmt upplýsingum frá Norska síldarsölusambandinu (Norsk Sildesalgslag). Sjómennirnir ætla þó ekki að gefast upp og vona að makríllinn komi aftur inn fyrir norsku lögsöguna. Rigmor Andersen Eide fulltrúi Kristilegra í efnahagsnefnd norska stórþingsins segir að þar sem ESB hafi brotið samninginn sem í gildi var beri Norðmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég tel að við eigum að setja fordæmi," segir Eide. „Það sem ESB hefur gert er að taka lifibrauðið af norskum sjómönnum. Ef ESB vill ekki samninga eigum við að loka okkar miðum fyrir veiðum skipa frá ESB." Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Á vefsíðu LÍÚ segir að Inge Halstensen, formaður stjórnar samtaka norskra útvegsmanna, Fiskebåtredernes Forbund, sendi Evrópusambandinu tóninn í frétt á vef norska ríkisútvarpsins og segir sambandið „ótraustan samningsaðila." Halstensen vísar til makríldeilu milli Noregs og ESB og segir að þar sem ekki sé hægt að treysta gerðum samningum verði Norðmenn að grípa til þess að hindra aðgang ESB-skipa að norskum veiðisvæðum í Norðursjó og Barentshafi. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að þarlend stjórnvöld óttist að erfitt verði að hrinda þeirri ákvörðun Evrópusambandsins að vísa 30 norskum makrílveiðiskipum tafarlaust út af svæði undan Hjaltlandseyjum í fyrri viku, þar sem þau töldu sig stunda veiðar í trausti tvíhliða samkomulags ESB og Noregs. Halstensen segir að hefðu útvegsmenn haft minnsta grun um hvað væri í vændum hefði þeim verið í lófa lagið að veiða meira af makríl á meðan hann hélt sig í norskri lögsögu fremur en að elta hann inn í lögsögu ESB. Norskir útvegsmenn telja að þeir muni verða af aflaverðmæti sem svarar til 20 milljarða íslenskra króna standi ákvörðun ESB í málinu óhögguð. Samkvæmt umræddum tvíhliða samningi telja Norðmenn sér heimilt að veiða 153.000 tonn af makríl innan lögsögu Evrópusambandsins en ESB telur að þeim sé aðeins heimilt að veiða 53.000 tonn. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að frá því að Norðmönnum var skutlað út úr ESB lögsögunni þann 2. október s.l. hafi makrílafli norskra fiskiskipa aðeins numið tæpum 7.000 tonnum. Yfir 50 skip hafa verið á veiðunum en lítið fundið af makríl, samkvæmt upplýsingum frá Norska síldarsölusambandinu (Norsk Sildesalgslag). Sjómennirnir ætla þó ekki að gefast upp og vona að makríllinn komi aftur inn fyrir norsku lögsöguna. Rigmor Andersen Eide fulltrúi Kristilegra í efnahagsnefnd norska stórþingsins segir að þar sem ESB hafi brotið samninginn sem í gildi var beri Norðmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég tel að við eigum að setja fordæmi," segir Eide. „Það sem ESB hefur gert er að taka lifibrauðið af norskum sjómönnum. Ef ESB vill ekki samninga eigum við að loka okkar miðum fyrir veiðum skipa frá ESB."
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira