Viðskipti erlent

Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum

Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr.

Það er einkum fjárfestingahluti bankans sem er á mikilli siglingu en hann skilaði 5,3 milljörðum evra í tekjur sem er 84% aukning frá sama tímabili í fyrra og nam þetta tveimur þriðju af heildatekjum bankans í ár.

Bankinn ákvað að leggja einn milljarð evra inn á afskriftarsjóð sinn til að mæta töpuðum útlánum en í fyrra nam þessi upphæð 135 milljónum evra.

Josef Ackermann forstjóri Deutsche Bank segir í tilkynningu um uppgjörið að niðurstaðan sé „vel ásættanleg" . Jafnframt segir hann að þótt framvinda efnahagsmála sé áfram óviss hafi bankinn séð að stöðugleiki er að komast á bankarekstur og fjármálamarkaði í heiminum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×