Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið 8. apríl 2009 05:45 Skilja ekki sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furða sig á málflutningi sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. „Þetta er raunverulega ekkert nema endurtekningar og ekkert annað en málþóf,“ sagði Jóhanna.fréttablaðið/pjetur Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur. Kosningar 2009 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur.
Kosningar 2009 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira