Þöggunarhugsun Ögmundar Þorsteinn Pálsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun