Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir fremur dapra viku. Japanska jenið veiktist töluvert gagnvart dollaranum sem skilaði sér í aukinni sölu japansks varnings í Bandaríkjunum og víðar. Þetta leiddi til hækkunar japanskra tæknifyrirtækja og bílaframleiðenda og þokaðist Nikkei-vísitalan upp um 2,1 prósent. Bréf Honda-verksmiðjanna hækkuðu einna mest eða um 7,4 prósent.
Hækkun í Asíu eftir dimma viku
![](https://www.visir.is/i/D1F4B6D549DB80BF57B798D0B6037823F73D90DA1291C808CC802D8A31406BE8_713x0.jpg)