Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu eftir dimma viku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir fremur dapra viku. Japanska jenið veiktist töluvert gagnvart dollaranum sem skilaði sér í aukinni sölu japansks varnings í Bandaríkjunum og víðar. Þetta leiddi til hækkunar japanskra tæknifyrirtækja og bílaframleiðenda og þokaðist Nikkei-vísitalan upp um 2,1 prósent. Bréf Honda-verksmiðjanna hækkuðu einna mest eða um 7,4 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×