Körfubolti

Friðrik: Brutum sálfræðilegan múr

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta var mikill vinnusigur. Við börðumst eins og ljón og ætluðum að gefa allt í þetta. Við leiddum allan leikinn og þetta var góður og sanngjarn sigur," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, við Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

Grindvíkingar voru fyrstir til að leggja KR-inga að velli og eru nú tveimur stigum á eftir Vesturbæjarliðinu. „Við áttum leikmenn sem stigu upp og komu með þennan herslumun sem við þurftum. Ég tel okkur hafa náð að brjóta töluvert stóran sálfræðilegan múr í dag," sagði Friðrik en hann á þó ekki von á því að KR misstígi sig aftur á leið sinni að deildarmeistaratitlinum.

„Þetta er enginn heimsendir. Það er nóg eftir og við erum enn í efsta sætinu," sagði Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR. „Það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur og þannig vill það stundum vera. Þetta var flottur leikur, fullt af fólki og mikil barátta. Þetta er bara það sem koma skal í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×