Hamilton: Átti ekki von á sigri 26. júlí 2009 15:24 Lewis Hamilton hafði ekki unnið mót frá því í fyrra, en vann öruggan sigur í Búdapest í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira