Alonso: Gleymum hneykslinu og keppum 25. september 2009 11:00 Fernando Alonso svarar atgangshörðum blaðamönnum í Singapúr. mynd: getty Images Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir. "Ég undirbý mig af kostgæfni fyrir mótið og hugsa ekki um annað. Það sem gerðist í fyrra er búið og það er tími til kominn að horfa fram veginn", sagði Alonso sem hefur verið umsetinn fjölmiðlamönnum. Keppt er í Singapúr um helgina og ökumenn aka á tveimur æfingum í dag. "Ég þarf að einbeita mér að kappakstrinum og svo er keppt í Japan um næstu helgi. Ég vonast til að ná góðum árangri á ný. Pat Symonds og Flavio Briatore eru ekki hér, en það er fullt af vönum mönnum sem vinna vel. Það eru læti í fjölmiðlamönnum en ég er viss um að hugur manna verður á kappakstrinum um helgina, ekki því sem liðið er." Sýnd verður samantekt frá æfingum keppnisliða í Singapúr á Stöð 2 Sport í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir. "Ég undirbý mig af kostgæfni fyrir mótið og hugsa ekki um annað. Það sem gerðist í fyrra er búið og það er tími til kominn að horfa fram veginn", sagði Alonso sem hefur verið umsetinn fjölmiðlamönnum. Keppt er í Singapúr um helgina og ökumenn aka á tveimur æfingum í dag. "Ég þarf að einbeita mér að kappakstrinum og svo er keppt í Japan um næstu helgi. Ég vonast til að ná góðum árangri á ný. Pat Symonds og Flavio Briatore eru ekki hér, en það er fullt af vönum mönnum sem vinna vel. Það eru læti í fjölmiðlamönnum en ég er viss um að hugur manna verður á kappakstrinum um helgina, ekki því sem liðið er." Sýnd verður samantekt frá æfingum keppnisliða í Singapúr á Stöð 2 Sport í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira