Umfj.: Haukar unnu tvíframlengdan Hafnarfjarðarslag Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. desember 2009 18:03 Einar Örn Jónsson skoraði mikilvægt mark í leiknum í dag. Mynd/Stefán Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira