Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 26. apríl 2009 01:00 Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2009 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2009 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira