Barrichello sár að tapa fyrir Button 10. maí 2009 20:50 Fögnuður á verðlaunapallinum í Barcelona í dag Mynd: Getty Images Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira