Toyota að skoða framhaldið í Formúlu 1 8. október 2009 13:43 Toyota liðið getur ekki staðfest þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund Toyota í Japan í nóvember. mynd: kappakstur.is Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember. John Howett yfirmaður Formúlu 1 liðs Toyota segir að liðið verði á ráslínunni á næsta ári, en vill samt ekki staðfesta það formlega fyrr en eftir fundinn í Japan. "Ég er viss um að við verðum á ráslínunni á næsta ári, en maður veit samt aldrei um neitt í lífinu upp á tíu fingur", sagði Howett. Toyota hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og Jarno Trulli náði öðru sæti á heimavelli liðsins í Japan um síðustu helgi. Liðið hefur samt aldrei landað sigri, sem fer fyrir brjóstið á eigendum liðsins í Japan. Þá hefur liðið ekki staðfest samning við ökumenn sína. "Trulli er búinn að vera með okkur í fimm ár og án þess að vera harður í horn að taka, þá hefur hann ekki skilað tilætluðum árangri. Við vorum fremstir í Spa, en náðum ekki að vinna. Við verðum að finna leið til að sigra", sagði Howett. Talið er að liðið sé að vinna í því að fá Kimi Raikkönen til liðsins, en Toyota missti af Robert Kubica sem ákvað að semja við Renault.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira