Forstjóri settur til hliðar 22. janúar 2009 05:00 Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira