Vettel og Red Bull fögnuðu sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 09:28 Sebastian Vettel og Mark Webber á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti. Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti