Skúli vill annað sætið í Reykjavík 17. febrúar 2009 18:45 Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði. Kosningar 2009 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði.
Kosningar 2009 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira