Renault hótar að hætta 13. maí 2009 13:32 Fernando Alonso ekur Renault, sem sér einnig Red Bull fyrir vélum. Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram. Þá eru BMW og Toyota ósátt við framgang mála, en hafa ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu í málinu, eins og Renault gerði í dag og Ferrari í gær. Renault er með eigið keppnislið auk þess að sjá Red Bull fyrir vélum í bíla liðsins á þessu ári. Ljóst er að FIA er komið upp að vegg í málinu, en Max Mosley svaraði Ferrari digurbarkalega í síðustu viku og sagði að Formúla 1 gæti vel verið án Ferrari. Forseti Ferrari er forseti samtaka Formúlu 1 liða og talið er að hann hitti Mosley að máli á næstu dögum. Bernie Ecclestone er ósáttur við úlfaþytinn sem hefur skapast á milli FIA og keppnisliða og rær að því öllum árum að aðilar sættist á málamiðlun. FIA vill minnka kostnað sem allir eru sammála um, en upphæðina eru menn ekki sáttir við sem sett hefur verið fram, né heldur að mismunandi reglur verði í gangi eftir því hvaða fjármuni lið gangast undir að verja í íþróttina. Sjá yfirlýsingu Renault Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram. Þá eru BMW og Toyota ósátt við framgang mála, en hafa ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu í málinu, eins og Renault gerði í dag og Ferrari í gær. Renault er með eigið keppnislið auk þess að sjá Red Bull fyrir vélum í bíla liðsins á þessu ári. Ljóst er að FIA er komið upp að vegg í málinu, en Max Mosley svaraði Ferrari digurbarkalega í síðustu viku og sagði að Formúla 1 gæti vel verið án Ferrari. Forseti Ferrari er forseti samtaka Formúlu 1 liða og talið er að hann hitti Mosley að máli á næstu dögum. Bernie Ecclestone er ósáttur við úlfaþytinn sem hefur skapast á milli FIA og keppnisliða og rær að því öllum árum að aðilar sættist á málamiðlun. FIA vill minnka kostnað sem allir eru sammála um, en upphæðina eru menn ekki sáttir við sem sett hefur verið fram, né heldur að mismunandi reglur verði í gangi eftir því hvaða fjármuni lið gangast undir að verja í íþróttina. Sjá yfirlýsingu Renault
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira