Ross Brawn: Titilinn ekki í höfn 9. júní 2009 14:17 Brawn liðið hefur fagnað sex sigrum á árinu í sjö mótum sem hafa farið fram. Mynd: Getty Images Bretinn Ross Brawn er ekki á því að meistaratitilinn sé í höfn hjá Jenson Button og Brawn liðinu þó Button sé með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna. "Ég lít ekki svo á að titilinn sé okkar. Það getur allt gerst ennþá, það eru 10 mót eftir. Bílarnir geta bilað, eins og gerðist hjá Barrichello um helgina. Ég hef reynslu af titilslag frá Ferrari og það er ekki vænlegt að bóka neitt fyrirfram", sagði Brawn. Brawn ætlar ekki að stýra Button og Barrichello með liðsskipunum í mótunum sem eftir eru, þó Button sé með gott forskot á Barrichello. "Kannski endurskoða ég málin í lok ársins, en þessa stundina er ökumönnum okkar frjálst að keppa innbyrðis. Það er ekki gott að spila á hugarfar ökumanna, þeir verða að fá að keppa, frá fyrstu beygju. Ef þeir gera mistök, þá skoðum við það eftir mót", sagði Brawn. Þegar Brawn var hjá Ferrari var lið hans þekkt fyrir að beita liðsskipunum til að hjálpa Michael Schumacher umfram Rubens Barrichello sem þá var hjá Ferrari. Sjá umfjöllun um Brawn liðið Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Ross Brawn er ekki á því að meistaratitilinn sé í höfn hjá Jenson Button og Brawn liðinu þó Button sé með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna. "Ég lít ekki svo á að titilinn sé okkar. Það getur allt gerst ennþá, það eru 10 mót eftir. Bílarnir geta bilað, eins og gerðist hjá Barrichello um helgina. Ég hef reynslu af titilslag frá Ferrari og það er ekki vænlegt að bóka neitt fyrirfram", sagði Brawn. Brawn ætlar ekki að stýra Button og Barrichello með liðsskipunum í mótunum sem eftir eru, þó Button sé með gott forskot á Barrichello. "Kannski endurskoða ég málin í lok ársins, en þessa stundina er ökumönnum okkar frjálst að keppa innbyrðis. Það er ekki gott að spila á hugarfar ökumanna, þeir verða að fá að keppa, frá fyrstu beygju. Ef þeir gera mistök, þá skoðum við það eftir mót", sagði Brawn. Þegar Brawn var hjá Ferrari var lið hans þekkt fyrir að beita liðsskipunum til að hjálpa Michael Schumacher umfram Rubens Barrichello sem þá var hjá Ferrari. Sjá umfjöllun um Brawn liðið
Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira