Erlent

Bílar ofan í brunninn

Ökumaður Ford Mustang bifreiðarinna furðar sig á því hvernig hann endaði með bílinn hálfan ofan í brunninum á Potsdamer-torgi í miðborg Berlínar í gær.
Ökumaður Ford Mustang bifreiðarinna furðar sig á því hvernig hann endaði með bílinn hálfan ofan í brunninum á Potsdamer-torgi í miðborg Berlínar í gær. MYND/AP

Gosbrunnurinn á hinu fræga Potsdamer-torgi í Berlín í Þýskalandi virtist soga að sér bíla í gær. Tveir ökumenn misstu stjórn á bifreiðum sínum og enduðu með þær ofan í brunninum. Enginn meiddist í þessum tveimur óhöppum.

Fyrstur var á ferð ökumaður með þrjá farþegar sem missti stjórn á Mercedes bifreið sinni. Þegar verið var að losa þann bíl missti annar ökumaður stjórn á Ford Mustang bíl sínum og endaði einnig í brunninum.

Sá var einn í bílnum, hafði fengið hann lánaðan hjá vini sínum og gleymt ökuskírteininu heima. Greiðlega gekk að losa báða bílana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×