Innlent

Samfylkingin stærst samkvæmt nýrri könnun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Vinstri grænir hafa náð öðru sætinu af Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.

Tólf og hálft prósent styður Framsóknarflokkinn, sem er mun meira fylgi en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Annars mælist Sjálfstæðisflokkurinn með rösk 24 prósent, Samfylkingin með 30 prósent og Vinstri grænir með rúm 26. Önnur framboð eru vel innan við fimm prósent. Miðað við síðustu könnun bæta Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn við sig fylgi, Samfylkingin stendur í stað en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi.

Samkvæmt þessari könnun fengju ríkisstjórnarflokkarnir tveir ríflegan meirihluta á Alþingi, ef kosið yrði nú, rétt eins og í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×