Einn besti markvörður í heimi, Ítalinn Gianluigi Buffon hjá Juventus gefur til kynna að hann sé til í að ganga til liðs við Man City.
Buffon segir í viðtali við La Gazzetta Dello Sport í dag að hann hefði ekki hafnað draumatilboði eins og Kaka hjá AC Milan gerði í vikunni.
Þessi ummæli Buffon hafa valdið ólgu meðal stuðningsmanna Juventus því Man City hefur lýst yfir áhuga á markverðinum.

