Formúla 1

Uppselt á fyrsta Abu Dhabi mótið

Mótsvæðið í Abu Dhabi ber keim af umhverfinu í landinu, en brautin var reist í við hafnarsvæði.
Mótsvæðið í Abu Dhabi ber keim af umhverfinu í landinu, en brautin var reist í við hafnarsvæði. mynd: kappakstur.is

Mótshaldarar í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndunum er í skýjunum með það að uppselt er á fyrsta Formúlu 1 mótið þar í landi, sem verður um næstu helgi.

Áhorfendastúkur eru meðfram brautinni sem liggur við hafnarsvæði sem var sérstaklega byggt upp fyrir kappaksturinn. Mótið verður það fyrsta sem hefst í dagsbirtu, en lýkur í náttmyrkri og flóðljósum.

"Viðbrögð áhugamanna hafa verið með ólíkindum, bæði á heimavelli og út um allan heim. Þetta verður sögulegt mót og sigurvegarinn vinnur fyrsta mótið, sem er alltaf heiður", sagði Richard Cregan sem er forstjóri brautarinnar, en vann áður hjá Formúlu 1 liði Toyota.

Yfir 50.000 sæti eru á brautinni og stúkurnar eru allar yfirbyggðar. Þá er risstórt hótel á brautarsvæðinu þar sem fólk getur fylgst með. Bílarnir keyra á einum stað undir áhorfendastúkurnar og á brautinni er einnig lengsti beini kaflinn í Formúlu 1.

Ítarlega verður fjallað um mótiði og gerð brautarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00.



Sjá brautarlýsingu










Fleiri fréttir

Sjá meira


×